Rauða stjarnan Belgrad
Фудбалски клуб Црвена звезда Fudbalski klub Crvena zvezda (Knattspyrnufélagið Rauða Stjarnan) | |||
Fullt nafn | Фудбалски клуб Црвена звезда Fudbalski klub Crvena zvezda (Knattspyrnufélagið Rauða Stjarnan) | ||
Gælunafn/nöfn | Lið landsins, Ljón Höfuðborgarinnar | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | CZV, ZVE | ||
Stofnað | 1945 | ||
Leikvöllur | Rajko Mitić leikvangurinn(Belgrad) | ||
Stærð | 55.538 | ||
Stjórnarformaður | Svetozar Mijailović | ||
Knattspyrnustjóri | Miloš Milojević | ||
Deild | Serbneska úrvalsdeildin | ||
2023-24 | 1. sæti (Meistarar) | ||
|
Fudbalski klub Crvena zvezda (Serbneska: Фудбалски клуб Црвена звезда), oftast kallað Rauða Stjarnan Belgrad, er serbneskt knattspyrnufélag frá Belgrad. Rauða Stjarnan er eina félagið frá gömlu Júgóslavíu sem hefur tekist að sigra Meistaradeild Evrópu. Rauða stjarnan er það lið sem hefur unnið serbnesku og júgóslavnesku deildina oftast, með 35 úrvalsdeildartitla og 24 bikarmeistaratitla.
í skoðanakönnun árið 2008 sögðust 48,2% serbnesku þjóðarinnar styðja Rauðu stjörnuna. Þeir eiga stuðningsmenn í öllum ríkjum gömlu Júgóslavíu. Sterkur rígur er milli Rauðu stjörnunar og hins liðsins í Belgrad borg Partizan. Leikir þessara þessara liða eru kallaðir večiti Nágrannaslagurinn á serbnesku.
Gullaldarár félagsins voru 1985-1991. Á þeim árum var það talið eitt af stærstu félögum Evrópu og spilaði meirihluti leikmanna Júgóslavneska landsliðsins á þeim árum léku með Rauðu Stjörnunni. Eftir að Júgóslavíustríðin brutust út fóru margir leikmenn frá félaginu, en síðustu ár hefur félaginu tekist að gera sig aftur gildandi í evrópskri knattspyrnu.
Þekktir leikmenn gullaldarliðsins árið 1991
[breyta | breyta frumkóða]- Stevan Stojanović (fyrirliði)
- Željko Kaluđerović
- Milić Jovanović
- Miodrag Belodedici
- Slobodan Marović
- Ivica Momčilović
- Ilija Najdoski
- Duško Radinović
- Refik Šabanadžović
- Goran Vasilijević
- Vladimir Jugović
- Siniša Mihajlović
- Robert Prosinečki
- Dejan Savićević
- Vlada Stošić
- Rade Tošić
- Dragiša Binić
- Vladan Lukić
- Darko Pančev